Góð ferð á Sólheima

Á Sólheimum

Mánudaginn 20. apríl fóru nemendur í sálfræði 313 í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra  ásamt kennara í námsferð að Sólheimum í Grímsnesi.
 Guðmundur Karl Friðjónsson, formaður dagþjónustu og  atvinnusviðs Sólheima, tók á móti hópnum. Fyrst hélt Pálín Dögg Helgadóttir fyrirlestur fyrir hópinn um Sesseljuhús-Umhverfissetur. Þá var Guðmundur með fyrirlestur um sögu og starfsemi Sólheima. Þar kom margt fróðlegt fram, bæði um starfsemina og Sesselju fyrrverandi forstöðukonu og stofnanda Sólheima.
Að fyrirlestrum loknum var haldið í Brekkukot þar sem hópurinn fékk að borða með íbúum staðarins. Þá var haldið af stað í kynnisferð um staðinn. Þar var hópnum sýndar nokkrar vinnustofur, m.a. jurtastofa, kertagerð, leirgerð, listasmiðja, tré- og hljóðfærasmiðja og vefstofa Sólheima. Að lokum var haldið í Völubúð þar sem hægt var að sjá og kaupa afrakstur vinnustofanna. Á heimasíðu FNV segir að ferðin hafi verið fróðleg og skemmtileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir