Góð byrjun í frjálsum

umss_tindastoll_logoUnga frjálsíþróttafólkið í UMSS hefur byrjað mjög vel á fyrstu frjálsíþróttamótum vetrarins en tvær keppnir hafa farið fram, í Boganum á Akureyri og á Húsavík.

Ísak Óli vann 2 greinar á Bogamóti UFA. Mynd:Tindastóll.is

Bogamót UFA var haldið á Akureyri 7. nóvember og voru keppendur alls um 100, þar af komu 28 frá UMSS sem öll stóðu sig mjög vel.  Hópurinn vann til 29 verðlauna, 6 gull, 13 silfur og 10 brons.

Sæþór vann 2 greinar á Nóvembermóti HSÞ. Mynd Tindastóll.is

Nóvembermót HSÞ fór fram á Húsavík 14. nóvember.  Keppendur voru nálægt hundraði af Norðurlandi.  Aðeins einn keppandi var frá UMSS, aðrir kusu frekar að undirbúa sig undir Silfurleika ÍR sem fram fara í Reykjavík 21. nóvember.

Á síðu frjálsíþróttadeildar Tindastóls segir; ekki verður annað sagt en að þessi árangur á fyrstu frjálsíþróttamótunum lofi góðu um framhaldið í vetur.  Stór hópur mjög efnilegra barna og unglinga æfir vel undir stjórn Gunnars Sigurðssonar og félaga, bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð.  Allir, sem hafa áhuga, eru velkomnir í hópinn.  Skoðið æfingatöflu Frjálsíþróttadeildar Tindastóls á síðu deildarinnar, eða hafið samband við Gunnar þjálfara í síma 895-9268.

Nánar á Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir