Góð aðsókn í Reykjaskóla

skolabudir_reykjumNú eru Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði að fara af stað aftur eftir jólafrí. Fyrstu skólarnir sem heimsækja Reyki eru frá Vesturlandi þ.e. Borgarnes, Varmaland, Heiðaskóli, Grsk. í Búðardal, Kleppjárnsreykir og fl.

Aðsóknin í Skólabúðirnar er mjög góð og eru nokkrir skólar á biðlista.
-Við gerum ráð fyrir að hingað komi u.þ.b. 1700 nemendur á þessari önn. Við hlökkum til að fá skólana til okkar aftur eftir gott jólafrí og vonum að við eigum skemmtilegan vetur í vændum. Starfsfólk Skólabúðanna óskar öllum börnum, kennurum og foreldrum sem komið hafa til okkar, og þeim sem eru að koma, bestu óskir um gæfuríkt komandi ár, segir á heimasíðu skólabúðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir