Glatvarmi verði nýttur í græna atvinnuuppbyggingu
Á vef Stjórnarráðs Íslands segir að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Húnabyggð, Samtök sveitarfélag á Norðurlandi vestra og Borealis Data Center hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarfsverkefni sem stuðlar að nýtingu á glatvarma í Húnabyggð þann 12. október. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti viljayfirlýsinguna, en hún felur í sér að glatvarmi frá gagnaveri Borealis Data Center í Húnabyggð verður nýttur í græna atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Markmið stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og markmið um kolefnishlutleysi og full orkuskipti kallar á skýra sýn og nýja nálgun sem mun byggja á markmiðum fyrir einstakar greinar atvinnulífsins, aukna áherslu á loftslagshagstjórn og forgangsröðun í þágu loftslagsmarkmiða á öllum sviðum samfélagsins. Til að þessum markmiðum verði náð er mikilvægt að tryggja samstarf ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslags- og orkumálum. Til að orkuþörf okkar verði mætt þurfum við að leita ýmissa leiða, meðal annars til bættrar orkunýtingar. Glatvarmi er ein þessara leiða sem við eigum að horfa til í auknum mæli og hlakka ég til að fylgjast með þeirri grænu atvinnuuppbyggingu sem á eftir að verða í Húnabyggð á komandi árum.“
Samtök sveitarfélag á Norðurlandi vestra munu halda utan um verkefnisstjórn verkefnisins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.