Glæsilegur sigur unglingaflokks

Hreinn Gu

Unglingaflokkur Tindastóls í körfu sigraði Keflvíkinga á laugardag í Íslandsmótinu. Var sigurinn sætur eftir erfiða ferð í Stykkishólm kvöldið áður þar sem strákarnir misstu í fjórða leikhluta úr höndum sér unnin leik.
Svona er skrifað um leikinn á heimasíðu Tindastóls;
Greinilegt var að ferðin í Hólminn sat í strákunum því þeir voru þungir framan af og í raun ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem þeir fóru að sýna sitt rétta andlit.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-18 fyrir Tindastól, en Keflvíkingar settu í gírinn í þriðja leikhluta og leiddu í hálfleik 32-37.

Gestirnir höfðu svo frumkvæðið allt þar til um þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta, en þá kom frábær kafli hjá okkar mönnum og þeir skoruðu 11 síðustu stig leikhlutans. Þar af átti Hreinn átta og Loftur læddi inn einum þristi. Staðan við upphaf fjórða og síðasta leikhluta var 53-49.

Tindastóll var skrefinu á undan í fjórða leikhlutanum og þeir frændur Hreinn og Hákon settu samtals 16 af 21 stigi leikhlutans. Þar af átti Hákon tvær stórar körfur úr sama horninu og öruggur sigur niðurstaðan 74-61.

Eftir leikinn eru Stólarnir í 5. sæti með 6 unna leiki og þrjá tapaða eins og Keflavík. Haukarnir leiða Íslandsmótið 7/1, Valsmenn eru í öðru sæti með 7/2, Njarðvík í þriðja með 7/3 og eilítið betra stigahlutfall in innbyrðisviðureignum Tindastóls og Keflavíkur skilar Keflvíkingum í fjórða sætið.

Næstu leikir hjá strákunum eru heimaleikur gegn Fjölni um næstu helgi og "heimaleikur" gegn Njarðvík eftir tvær vikur, en hann verður leikinn í Varmahlíð.

Stigaskor okkar manna:
Hreinn Gunnar Birgisson 31
Hákon Már Bjarnason 11
Loftur Páll Eiríksson 9
Halldór Halldórsson 8
Einar Bjarni Einarsson 6
Þorbergur Ólafsson 5
Sigurður Snorri Gunnarsson 2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir