Glæsilegur árangur UMSS á MÍ

Bettína, Þóranna Ósk og Fríða

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, var haldið á Höfn í Hornafirði helgina 15.-16. ágúst. Keppendur voru um 200 og í flestum greinum voru um 30 keppendur. UMSS sendi keppendur á mótið sem stóðu sig með mikilli prýði.

 

 

 

Að sögn Gunnars þjálfara var veður ekki sem best fyrri daginn, mótvindur í spretthlaupum og frekar kalt, en sólin sýndi sig seinni daginn og þá var vindur líka stilltur. Krakkarnir staðfestu það sem þau sýndu á ULM heima, að þau eru í fremstu röð á landinu í sínum aldursflokkum.

Skagfirðingarnir stóðu sig frábærlega á mótinu og unnu 4 Íslandsmeistaratitla, auk þess 2 silfur og 3 brons, og allir stóðu krakkarnir sig með sóma.

 

Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (11 ára) varð tvöfaldur Íslandsmeistari, hún sigraði í hástökki (1,33m) og í langstökki (4,26m). Þá vann Gunnhildur brons í 60m hlaupi og varð í 5. sæti í kúluvarpi.

 

Fríða Isabel Friðriksdóttir (11 ára) varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi (2:57,36mín), hún vann auk þess til tvennra silfurverðlauna, í 60m hlaupi og langstökki, og varð í 5-8 sæti í hástökki.

 

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (13 ára) varð Íslandsmeistari í hástökki (1,48m), vann brons í 80m grindahlaupi og  varð í 6. sæti í 800m hlaupi.

 

Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (13 ára) varð í 5. sæti bæði í 100m hlaupi og kúluvarpi.

 

Bjarni Páll Ingvarsson (11 ára) varð 5. í kúluvarpi og 6. í spjótkasti.

 

Sandra Sif Eiðsdóttir (13 ára) varð í 6. sæti í hástökki.

 

Sveit UMSS í 4x100m boðhlaupi 13 ára telpna vann til bronsverðlauna, en sveitina skipuðu Þóranna Ósk, Sandra Sif, Þorgerður Bettína og Gunnhildur Dís.

 

/Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir