Glæsilegu Unglingalandsmóti slitið á sunnudagskvöld
12. og jafnframs stærsta Unglinganandsmóti UMFÍ var lauk á Sauðárkróki á sunnudagskvöld. Mótið sóttu um 12 þúsund manns og gengu hátíðarhöld vel, það eina sem mátti eitthvað setja út á um helgina var óhagstætt veðurfar
Keppni, leikir, kvöldvökur, leiktæki glaumur, gleði og gaman án allra vímuefna voru kjörorð helgarinnar og þrátt fyrir að gestir væru á stundum hálf kuldalegir skein gleðin úr hverju andliti.
13. unglingalandsmót UMFÍ mun fara fram á Grundarfirði á næsta ári en árið þar á eftir verður mótið á Egilsstöðum.
Mótinu var síðan slitið með glæsilegri flugeldasýningu um miðnætti á sunnudagskvöldið og höfðu menn á orði að það hefði ekki verið neitt svona 2009 við þá sýningu, hún hafi verið meira svona 2007. Við sama tækifæri fékk HSK viðurkenningu fyrir að vera prúðasta liðið á mótinu.
Öll úrslit frá helginni má finna á heimasíðu mótsins ulm.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.