Glæsilegt Grunnskólamót að baki

Fyrsta grunnskólamót vetrarins í hestaíþróttum var haldið s.l. sunnudag í Þytsheimum á Hvammstanga. Fjöldi krakka úr grunnskólum á Norðurlandi vestra leiddu saman hesta sína og ljóst að þessi keppni er komin til að vera.

Það var Varmahlíðarskóli sem tók forystuna í stigakeppninni með 30 stig en spennan er mikil og allt getur gerst í komandi keppnum. Það vakti sérstaka athygli á mótinu hvað skeiðkeppnin er orðin öflug hjá krökkunum og allt bendir til þess að það stefni í hörkuátök í komandi keppnum.

Úrslit mótsins urðu þessi:

 Fegurðarreið 1.-3. bekkur

  knapi skóli hestur einkunn forkeppni einkunn úrslit

  • 1 Lilja María Suska Hauksdóttir Hún Ljúfur frá Hvammi ll (5,5)  6
  • 2 Guðný Rúna Vésteinsdóttir Var Blesi frá Litlu-Tungu ll (5,5)  5,5
  • 3 Jódís Helga Káradóttir Var Pókemon frá Fagranesi (4,5)  5
  • 4 Magnús Eyþór Magnússon Árs Katla frá Íbishóli (4,5)  4,5
  • 5 Lara Margrét Jónsdóttir Hún Varpa frá Hofi (4,5)  4

Tvígangur/þrígangur 4.-7.bekkur

  knapi skóli Hestur einkunn forkeppni einkunn úrslit

  • 1 Viktoría Eik Elvarsdóttir Var Smáralind frá Syðra-Skörðugili (5,5)  7,2
  • 2 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Var Hafþór frá Syðra-Skörðugili (5,8)  6,7
  • 3 Sigurður Bjarni Aadengard Blö Óviss frá Reykjum (5,8)   6,3
  • 4 Guðmar Freyr Magnússon Árs Frami frá Íbishóli (5,5)  6
  • 5 Freyja Sól Bessadóttir Var Blesi frá Litlu- Tungu ll  (5,6)  5,7

 

Fjórgangur 8.-10.bekkur

  Nafn skóli Hestur forkeppni einkunn einkunn úrslit

  • 1 Bryndís Rún Baldursdóttir Árs Aron frá Eystri-Hól (6,1)  6,8
  • 2 Jón Helgi Sigurgeirsson Var Bjarmi frá Enni (5,6)  6,5
  • 3 Jóhannes Geir Gunnarsson Hvt Þróttur frá Húsavík (5,7)  6
  • 4 Fríða Marý Halldórsdóttir Hvt Sómi frá Böðvarshólum (5,3)  5,7
  • 5 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árs Máni frá Árbakka (5,3)  5,6
  • 6 Ragnheiður Petra  Árs Muggur frá Sauðárkróki (5,3)  5,3

 

Skeið 8.-10. bekkur

Knapi skóli bekkur hestur timi 1 timi 2

  • 1 Fríða Marý Halldórsdóttir Hvt 10.b Stígur frá Efri-Þverá  (3,94)  4,15
  • 2 Kristófer Smári Gunnarsson Hvt 8.b Kofri frá Efri-Þverá (5,47)  4,95
  • 3 Jón Helgi Sigurgeirsson Var 9.b Náttar frá Reykjavík (5,59)  5,03
  • 4 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árs 10.b Gneysti frá Yzta-Mói       ( X)  5,19
  • 5 Sara María Ásgeisdóttir Var 9.b Jarpblesa frá Djúpadal      (X)  6,53

Staðan eftir fyrstu keppni:

  • Varmahlíðarskóli 30
  • Ársskóli 26
  • Grsk. Húnaþingsvestra 22
  • Húnavallaskóli 21
  • Blönduskóli 8

Þann 21.mars verður keppt í smala og fer keppnin fram á Blönduósi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir