Gjöfin dýra - hvað varð um hana?
Útgerðarmenn hafa haldið því fram að meginþorri þeirra veiðiheimilda sem deilt var milli útgerða í upphafi kvótakerfisins hafi „skipt um hendur“. Þær séu þar með „eign“ útgerðanna þar sem þær hafi verið keyptar í lögmætum viðskiptum. Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir í pistli hér á Feyki.is í dag.
Ólína nefnir að sé þessi fullyrðing skoðuð nánar kemur í ljós að umrædd „viðskipti“ hafi einkum falist í samruna fyrirtækja þar sem minni sjávarútvegsfyrirtæki hafa runnið inn í stærri samsteypur og lagt með sér kvóta inn í það samlag. Þetta á við öll helstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins og nefnir sérstaklega Fisk Seafood ásamt Samherja, HB Granda, Brimi, Ísfélagi Vestmanneyja og H.G.
„Eigendur þessara fyrirtækja hafa nýtt þær veiðiheimildir sem útdeilt var á fyrstu árum kvótakerfisins til þess að fjárfesta og skapa ný verðmæti. Gallinn er bara sá að þau verðmæti hafa mestmegnis runnið út úr greininni með áhættufjárfestingum og erlendum skuldum“, segir Ólína.
Greinina er hægt að sjá HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.