Gjallandi hljómurinn frá smiðjunni hefur kallað á nafnið

Í Morgunblaðinu segir frá því að reynt verður að finna járnsmiðjuna í Glaumbæ þegar elsti skáli bæjarins verður rannsakaður í sumar.

 

Finnist smiðjan gæti það rennt stoðum undir kenningu Sigríðar Sigurðardóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga að bærinn hafi tekið nafn sitt af gjallanda frá járnvinnslunni en ekki glaum og gleði hjá fólkinu.

 

Í Mogga segir: -Vísbendingar hafa fundist um að járn hafi verið unnið í Glaumbæ og smiðjur voru á bæjum í nágrenninu. Jarðvegurinn er rauðuríkur. Þá hefur fundist móaska, rauðleit aska sem sérfræðingar telja vísbendingar um járnvinnslu... -Þetta gefur auga leið, gjallandi hljómurinn frá smiðjunni hefur kallað á nafnið, segir Sigríður safnstjóri.

 

Sjá nánar í 188. tölublaði Morgunblaðsins.

/Sk.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir