Gjaldskrá Matvælastofnunar hækkar ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að hún hyggðist ekki hækka gjaldskrá Matvælastofnunnar að svo stöddu. Hún sagði að ekki kæmi til greina að taka ákvarðanir sem leitt gætu til hærra matvælaverðs.

Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðanda matvæla og Beint frá býli fagnar því að matvælaráðherra hlusti á gagnrýnisraddir og bregðist við þeim. Draumur bænda um heimaslátrun og kjötsölu Beint frá býli hefðu getað orðið að engu. Eftirlitið er dýrt og eins og staðan er í dag, enda þarf dýralæknir að skoða hvern einasta grip sem er slátrað. Samtökin eru boðin og búin að aðstoða við að finna leið til þess að einfalda þetta kerfi. Nánar má lesa um málið á Rúv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir