Gísli spyr um viðbyggingu
Gísli Árnason lagði á dögunum fram skriflega fyrirspurn til sveitarstjóra Skagafjarðar um viðbyggingu Árskóla og stöðu mála í því verkefni.
Spurningar Gísla og svör sveitastjóra voru birt á fundi Byggðaráðs Skagafjarðar í gær.
1. Hafa verktakar á svæðinu verið að vinna að tilboðsgerð vegna viðbyggingar við Árskóla, á vegum sveitarfélagsins?
Svar: Nei.
2. Hafa farið fram fundir milli aðila, formlegir eða óformlegir, eftir samþykkt sveitarstjórnar 6. október síðastliðinn?
Svar: Já, undirritaður hefur átt nokkra óformlega viðræðufundi með kaupfélagsstjóra til að ræða þetta mál í kjölfar samþykktar sveitarstjórnar frá 6. október s.l. Einn slíkan fund sat sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs með undirrituðum. Engir formlegir fundir hafa enn átt sér stað milli aðila, enda staðið jafnhliða yfir vinna að öflun frekari upplýsinga og umsagna, sbr. samþykkt sveitarstjórnar frá 6. okt.
3. Hefur svar borist frá hagdeild Sambands íslenskar sveitarfélaga og lánasjóði sveitarfélaga um fjárhagslega getu sveitarfélagsins vegna þessa verkefnis?
Svar: Nei, svar hefur ekki borist við þeirri beiðni sem komið var á framfæri við Hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjölfar fundar sveitarstjórnar en þar var óskað eftir umsögn um áhrif framkvæmdarinnar á fjárhag og rekstur sveitarsjóðs til lengri tíma litið m.v. gefnar sveitarsjóðs til lengri tíma litið m.v. gefnar forsendur um hagþróun á tímabilinu. Að tillögu Gunnlaugs Júlíussonar, forstöðumanns Hagdeildarinnar var lagt upp með að skoða hvernig staðan gæti orðið m.v. ólíka spá um þróun helstu lykillstærða. Á endanum baðst Hagdeildin undan því að vinna sjálfa grunnvinnu slíkrar uppsetningar en þar á bæ eru menn tilbúnir að veita "almenna umsögn" um skýrslu þriðja aðila sem fenginn yrði til verksins. Undirritaður leitaði þá, að fenginni tillögu þar um frá Gunnlaugi, til Garðars Jónssonar hjá R3-Ráðgjöf ehf. og bað hann að taka að sér verkefnið og er skemmst frá því að segja að Garðar brást fljótt og vel við þeirri beiðni. Skýrsla hans liggur nú fyrir og verður kynnt byggðarráði á fundinum 25. febrúar. Hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið send skýrslan og er að vænta umsagnar á næstu dögum. Hvað Lánasjóð sveitarfélaga varðar, þá svara starfsmenn sjóðsins því til að sjóðurinn leggi ekki mat á lánshæfi öðruvísi en sem svar við formlegri lánsumsókn.
Ekki er hægt að sjá á fundargerð Byggðaráðs að skýrsla Garðars hafi verið kynnt á fundi Byggðaráðs í gær.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.