Gestkvæmt á Náttúrustofu

Náttúrustofa Norðurlands vestra

Stöðugur straumur innlendra og erlendra ferðamanna sótti Náttúrustofu Norðurlands vestra heim í sumar og hefur helsta aðdráttaraflið verið hvítabjörninn sem kallaður hefur verið Þverárfjallsbjörninn.

 

isbjorn_heim-11Yfir sumarmánuðina hafa 950 manns skráð sig í gestabók stofunnar, en frá því björninn kom á náttúrustofuna í lok árs 2008 hafa alls 1672 gestir skráð sig. Rauntalan er þó líklega hærri þar sem oft hefur farist fyrir hjá fólki að skrá nafn sitt, einkum þegar um hópa er að ræða.

 

Flestir gestanna eru Íslendingar, en erlendir gestir hafa t.a.m.  komið frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Danmörku, Ethiopíu,  Finnlandi, Frakklandi, Ghana, Grænlandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Mongólíu, Noregi, Póllandi, Sviss, Svíþjóð, Úganda, Usbekistan og Þýskalandi.

 

Opið er á Náttúrutofunni á virkum dögum á skrifstofutíma en stórum hópum er þó bent á að hringja á undan sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir