Gestastofa sútarans opnaði formlega á föstudag
Á föstudag var formlega opnuð Gestastofa Sútarans sem staðsett er í húsnæði Loðskinns á Sauðárkróki. Þar getur fólk komið við og skoðað og keypt fjölbreytt úrval leðurvara frá hönnuðum og handverksfólki, búnum til úr afurðum sútunarverksmiðjunnar.
Með gestastofunni er ferðamönnum og almenningi opnaður aðgangur að verksmiðjunni og afurðum hennar á óvenjulegan hátt. Í stað hefðbundinnar fræðslusýningar er boðið upp á kynnisferð um raunverulegan vinnustað þar sem gestir sem það kjósa eru leiddir í gegn um verksmiðjuna og fá að kynnast því hvernig hrá skinn eða roð verða að þeirri vöru sem notuð er í hönnun, handverk og iðnað ýmiskonar. Við opnunina var stór hópur gesta sem naut góðra veitinga og leiðsagnar um verksmiðjuna og var að sjá að þeim líkaði vel.
Gestastofa sútarans er opin daglega frá kl. 13 til 17, fram til 15. september og kynnisferðir um verksmiðjuna eru alla virka daga kl. 14 eða eftir samkomulagi og rétt er að minna á heimasíðuna sutrinn.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.