Gert ráð fyrir norðanstormi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.01.2009
kl. 09.11
Spáin er ekki björt fyrir helgina en gert er ráð fyrir norðaustan 13-23 m/s og snjókom en öllu hvassast verður á annesjum. Eitthvað á að draga úr vindi og ofankomu í kvöld en engu að síður er spáð norðaustan 10-18 á morgun og éljum. Þá er spáð kólnandi veðri með 3 - 8 stiga frosti í kvöld.
Hvað færðina varðar þá er krap og snjór á flestum vegum nema hvað geriðfært er á milil Hofsós og Sauðárkróks nú í morgunsárið. Það gæti hins vegar breyst fljótt og því lítið vit í að vera mikið á ferðini að ástæðulausu í dag. Í það minnsta ekki án þess að fylgjast vel með á vef vegagerðarinnar. Einnig minnum við á upplýsingasímann 1771.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.