Gera áætlun um úrbætur á sjálfsmatsaðferðum í Grunnskólanum á Blönduósi

Í haust var gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum í Grunnskólanum á Blönduósi og var sú úttekt í höndum Skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins en eins úttekt varð gerð á 29 skólum í landinu.

Heildarniðurstaða úr úttekinni samkvæmt viðmiðum ráðuneytisins var að sjálfsmatsaðferðir skólans teljast vera ófullnægjandi. Þórhalla Guðbjartsdótir skólastjóri fór yfir niðurstöðu úttektarinnar á fundi fræðslunefndar 18. febrúar s.l. og sagði að áætlun væri í gangi við gerð sjálfsmatsáætlunar, en sjálfsmatsáætlun er hluti af innra mati skólans.

Sveitarfélagið, þarf samkvæmt lögum, að sinna mati og eftirliti með gæðum skólans og fylgja eftir innra og ytra mati þannig að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi.

Fræðslunefndin lagði til á fundi sínum að skólanefnd og skólastjórnendur fái fræðslustjóra í lið með sér til að gera áætlun um úrbætur í þessum málum þ.e. heilstæða áætlun sem inniheldur og tengir saman ytra- og innra mat og mótun skólastefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir