Gauti stökk 4,65m

Gauti Ásbjörnsson, Tindastól/UMSS, náði sínum besta árangri í stangarstökki, þegar hann varð í 2. sæti á frjálsíþróttamóti í Gautaborg sunnudaginn 6. júní.  Gauti stökk 4,65m, en fyrir átti hann 4,50m utanhúss (2007) og 4,60m innanhúss (2010). 

Árangur Gauta er besti árangur Íslendings það sem af er þessu ári, og skipar honum í 6. sæti á íslensku afrekaskránni frá upphafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir