Gauti með 2 brons á MÍ
83. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum var haldið á Kópavogsvelli helgina 4.-5. júlí. Góð þatttaka var í mótinu, keppendur um 200 og flest okkar besta frjálsíþróttafólk með.
Gauti Ásbjörnsson var eini keppandi UMSS að þessu sinni. Hann var Íslandsmeistari tveggja síðustu ára í stangarstökki, en náði sér ekki vel á strik í mótvindi og rigningu, frekar en aðrir stangarstökkvarar, nema tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson ÍR sem bætti sinn fyrri árangur og sigraði. Gauti varð í 3. sæti í stangarstökkinu með 4,10m, og síðan einnig í 3. sæti í þrístökki með 13,21m.
Í samanlagðri stigakeppni félaga sigraði ÍR, FH varð í 2. sæti og Breiðablik í 3. sæti. Í stigakeppni kvenna sigraði ÍR, en FH í karlakeppninni.
/tindastoll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.