Gangur í göngukortunum
Mikill gangur er í útgáfu göngukorta í Skagafirði en Háskólinn á Hólum mun nú í vor gefa út fjórða kortið af fimm undir heitinu Gönguleiðir á Tröllaskaga.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitti styrk að upphæð kr. 400.000 til útgáfu á fjórða kortinu Kortið er af norðvestur hluta Tröllaskaga og áætlað er að það komi út í vor. Landssvæðið tilheyrir allt Skagafirði og nær frá Kolbeinsdal í suðri, um Óslandshlíð, Höfðaströnd og út í Vestur-Fljót. Þarna eru margar skemmtilegar gönguleiðir og eru flestar þeirra stuttar eða frá tveimur klukkutímum upp í dagsferðir. Lýst er 21 leið í texta á bakhlið kortsins. Kortin eru í mælikvarðanum 1: 50 000 og hafa fengið lof göngumanna.
Kortið er eitt af fimm kortum í röðinni Gönguleiðir á Tröllaskaga. Háskólinn á Hólum gefur kortin út en umsjón með útgáfunni hafa Hjalti Þórðarson og Broddi Reyr Hansen.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.