Ganga á Mælifellshjúk
feykir.is
Skagafjörður
11.06.2010
kl. 15.38
Á morgun laugardag mun Gönguhópurinn í Skagafirði ganga á Mælifellshnjúk. Um er að ræða tveggja skóa ferð sem þýðir að þáttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.
Lýsing á leið:
Ekið af Skagafjarðarleið sunnan Steinsstaða upp með Mælifellsá á Efribyggðarveg og um 8 km inn Mælifellsdal. Vegpóstur vísar á byrjun gönguleiðar. Mælifellshnjúkur er 1147 m.y.s.og er talið að af honum sjáist til 10 sýslna. Efsti hluti hnúksins er úr hörðu móbergi og bólstrabasalti sem myndaðist við gos á ísöld.
Vegalengd sem er gengin er 2x3 km og göngutími er um 4 klst.
Safnast verður í bíla hjá N1 á Sauðárkróki kl. 9.15 og í Varmahlíð kl.9.30.
Allir velkomnir !
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.