Gaman saman á Þingeyrum.

Á Þingeyrum er  rútínan komin í gang hjá tamningamönnum. „Sem betur fer“, eins og sagt er á heimasíðu búsins og allt komið á fullt swing í hesthúsinu. Hvert einasta pláss fullskipað af efnilegum og skemmtilegum tryppum.

Meðalaldurinn er ekki hár, flestallt ung tryppi en þó einn og einn reynslubolti innan um. Á myndinni má sjá Sonju Noack verknema frá Hólum með eitt af tamningatryppum sínum, Örn frá Þingeyrum undan Ösp Viðarsdóttur og Eldjárni frá Tjaldhólum. Hin daman er svo hún Christína Mai sem hér var verknemi í fyrra en er nú tamningakona og þjálfari hér á bæ. Veturinn lofar góðu og veðrið með eindæmum þessa dagana, hlýtt og vegirnir mjúkir og fjaðrandi. Því veður þó ekki neitað að á þessum árstíma finnst manni meira gaman að ríða á snævi þakinni jörð og ísilögðu Húnavatninu!

/thingeyrar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir