Gæsaskyttur fastar í drullupytti
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
24.08.2009
kl. 07.59
Björgunarsveitin Húnar var kölluð út til að aðstoða gæsaskyttur sem komust höfðu í hann krappan um þrjá kílómetra sunnan Fellaskála á Víðidalstunguheiði. Þar höfðu skytturnar fest bílinn sem þeir voru á í drullpytt mikinn svo hvorki var komist lönd né strönd.
Vel gekk að ná bílnum á fast land samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Erni Jakobssyni formanni Húna. Myndirnar tók Una Helga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.