Gærurnar styrktu Húna

Eygló tekur við styrknum í dag úr hendi Helgu. Mynd: Húnar

Hinar einu sönnu Gærur úr Húnaþingi komu færandi hendi fyrr í vikunni og afhentu Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga styrk að upphæð eitt hundraðþúsund krónur til unglingastarfs björgunarsveitarinnar.

Björgunarsveitin færði Gærunum sínar bestu þakkir fyrir stuðningin  en hann á eftir að nýtast til góðra mála eins og segir á hemasíðu sveitarinnar.

Gærurnar sem er hópur kvenna í Húnaþingi hefur verið m.a. með nytjamarkað í Gærukjallaranum á Hvammstanga og rennur ágóðinn til góðra mála í heimahéraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir