Fyrstu nemendur með sameiginlega Bs gráðu
Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum brautskráðu þann 4. júní sl. nemendur í hestafræði. Athygli vekur að þetta er í fyrsta skipti sem háskólar hérlendis brautskrá nemendur með sameiginlega B.S. prófgráðu tveggja skóla.
B.S. próf í hestafræðum er byggt á sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands og voru 3 fyrstu nemendurnir útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Reykholti þann 4.júní sl. en alls voru 20 nemendur á námsbrautinni í vetur. Tvö fyrstu námsárin eru nemendurnir á Hvanneyri en eina sumarönn og þriðja námsárið á Hólum. Á Hvanneyri er m.a. boðið upp á almennari námskeið í raungreinum og búvísindum en á Hólum er boðið upp á sérhæfari námskeið í hestafræðum. Nemendur vinna síðan lokaverkefni.
Nú þegar þörf er á mun nánara samstarfi og samvinnu innan íslenska háskólasamfélagsins en áður verður að telja líklegt að þessi sameiginlega prófgráða tveggja skóla sé einungis sú fyrsta af mörgum. Má því segja að Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum ríði á vaðið með sameiginlega háskólagráðu í hestafræðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.