Fyrstu gestir komnir í bæinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.07.2009
kl. 09.03
Fyrstu gestir Unglingalandsmótsins eru mættir á tjaldsvæðið á Nöfunum og hafa komið sér fyrir. Mikil stemming er fyrir landsmótinu og nokkuð ljóst að mjög margir verða á tjaldsvæðinu.
Á heimasíðu Unglingalansdmóts er gestum bent á að örstutt er frá tjaldsvæðinu á aðalíþróttasvæðið og því lang þægilegast fyrir alla að leggja bílum sínum þar og ganga á mótsstað.
Feykir.is minnir bæjarbúa og gesti okkar á að mikil umferð gangandi smáfólks verður um helgina og því skulum við hafa það hugfast þegar við keyrum um götur bæjarins að það er aldrei of varlega farið og kannski setja sjálf okkar hraðatakmarkanir fyrir helgina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.