Fyrsti hópurinn í Skagafirði útskrifaður úr PMT
Föstudaginn 15.janúar sl. útskrifaðist fyrsti hópur úr grunnmenntun í PMT í Skagafirði og er þetta í fyrsta skipti sem boðið er upp á þessa menntun hér í heimahéraði. PMT stendur fyrir Parent Management Training eða nám í foreldrafærni sem ætlað er að stuðla að aukinni hæfni foreldra og fagaðila til að taka á ýmsum aga- og hegðunarvandamálum. Námið felur í sér kynningu á aðferðum og hugmyndafræði PMT.
PMT stuðlar að góðri aðlögun barna og og er viðurkennd aðferð ef börn sýna hegðunarfrávik. PMT er þróað af Dr. Gerald Patterson, Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofnun, Origon Social Learning Center (OCLC), í Oregonfylki í Bandaríkjunum.
PMT byggir á sterkum grunni rannsókna sem sýna að aðferðin dregur verulega úr hegðunarerfiðleikum barna og unglinga og skilar mestum árangri ef unnt er að grípa snemma inn í og vinna með vandamál sem upp koma á fyrstu stigum.
Að þessu sinni útskrifuðust 16 konur, úr leik – og grunnskólum hér í Skagafirði og hafa þá 22 fagaðilar lokið þessu námi hér,15 leikskólakennarar, 6 grunnskólakennarar og einn þroskaþjálfi. Nemendur sækja átta námskeiðisdaga í fjórum lotum og vinna verkefni tengd starfi á milli lota.
Allir þeir fagaðilar sem luku grunnmenntun í PMT að þessu sinni koma úr skólum sem hafa ákveðið að innleiða skólahlutann úr PMT í sína skóla. Þetta eru leikskólarnir Glaðheimar og Furukot, Birkilundur og Tröllaborg og Grunnskólinn austan Vatna. En markmiðið með skólafærnihlutanum er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun.
Kennari á námskeiðinu voru þærÞuríðar Sigurðardóttur, verkefnisstjóri PMT á Akureyri og Selma Barðdal Reynisdóttir, uppeldis- og sálfræðiráðgjafi á Skólaskrifstofu Skagfirðinga. Selma er sú fyrsta hér í Skagafirði sem lýkur fullu meðferðarnámi í PMT fræðum. Í sínu námi hefur hún notið handleiðslu Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.