Fyrsta ljósleiðaratengingin virkjuð í Akrahreppi
Ljósleiðarasambandi hefur verið komið á í Akrahreppi í Skagafirði en fyrsta tengingin í þeirri sveit var virkjuð í félagsheimilinu Héðinsminni í vikunni. Kerfið brátt tilbúið til afhendingar.
Kynningarfundur fyrir íbúa hreppsins þar sem farið verður yfir þá þjónustu sem býðst yfir ljósleiðarann og umfang innanhússlagna útskýrt verður haldinn n.k. þriðjudag í Héðinsminni. Að loknum tæknilegum prófunum á kerfinu verður hægt að fara að veita þjónustu á heimilum hreppsins.
Gagnaveitaa Skagafjarðar býður upp á örbylgjusamband í dreifbýli Skagafjarðar en flestir bæir í Viðvíkursveit, Akrahrepp og Hegranesi eiga kost á háhraðanetsambandi. Einnig hafa bæir austan og sunnan Varmalækjar í Lýtó fengið tengingu en syðsti sendirinn er á vatnstanki Skagafjarðarveitna á eyðibýlinu Skíðastöðum ofan við Varmalæk. Það er Fjölnet sem veitir internetþjónustu í dreifbýlinu og er hægt að kynna sér hana á heimasíðu Fjölnets.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.