Fullveldishátíð Heimssýnar

heimssyn-logoFullveldishátíð Heimssýnar – hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, verður haldin í annað sinn þriðjudaginn 1. desember 2009 kl. 17-19 í Salnum, Kópavogi. Frumflutningur á Gunnarshólma eftir Atla Heimi Sveinsson er meðal dagskráratriða.

Ræðumenn verða Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar og alþingismaður, Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður og Guðni Ágústsson fv. ráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Á hátíðinni mun Fífilbrekkuhópurinn koma fram og meðal annars frumflytja verkið Gunnarshólma, eftir Atla Heimi Sveinsson.

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir