Fullkominn matur fyrir komandi vetur

Helga Sjöfn og Gulli. MYND AÐSEND
Helga Sjöfn og Gulli. MYND AÐSEND

Matgæðingar í tbl 4 á þessu ári voru Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson (Gulli) í Hátúni í Skagafirði. Þau eiga þrjú börn, Jón Dag, Dagmar Ólínu og Hrafn Helga, og tvö barnabörn. Helga og Gulli eru bæði úr Skagafirðinum, Helga frá Laugarbökkum í Lýtingsstaðahreppi og Gulli frá Stóru-Gröf ytri í Staðarhreppi. Helga er kennaramenntuð og Gulli vann við tamningar áður en þau ákváðu að gerast kúabændur í Hátúni. „Við erum engir ástríðukokkar en höfum gaman af að slá upp matarveislum annað slagið. Þar er það helst villibráðin sem Gulli veiðir og ég matreiði sem verður fyrir valinu. Skemmtilegast er að matreiða úr hráefni sem við framleiðum eða veiðum sjálf,“ segir Helga.

RÉTTUR 1

Beef Bourguignon

   600 g nautakjöt

   ólífuolía

   beikon eftir smekk

   1 stk. laukur

   gulrætur eftir smekk

   sveppir

   4 stk. skarlottulauk

   500 ml vatn

   500 ml rauðvín

   2 nautakjötsteningar

   1 tsk. timían

   salt og pipar

Aðferð: Nautakjöt skorið í litla bita og steikt í potti í ólífuolíu ásamt lauk og beikoni. Kryddað með salti, pipar og timían. Vatni og rauðvíni bætt út í pottinn ásamt nautakjötsteningum. Látið malla við hægan hita í a.m.k. tvær klst. Best að láta malla allt að sex klst. Þegar klukkustund er eftir af eldunartíma eru sveppir skornir mjög gróft, gulrætur skornar niður í litla bita og skarlottulaukur skorinn í fernt og þessu bætt út í pottinn.

Sætkartöflumús

Aðferð: Tvær sætar kartöflur afhýddar, skornar í bita og soðnar í vatni í um það bil 25 mín. Kartöflur stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með salti og pipar.

RÉTTUR 2

Epla/rabarbarapie með rjóma

Botn:

    4 græn epli

    1 bolli af niðurskornum rabarbara

    2 msk. salthnetur

    1/2 tsk. kanill

    100 g smátt skorið suðusúkkulaði

    150 g sykur

    150 g hveiti

    150 g smjör

Aðferð: Epli skorin niður og blönduð saman við rabarbarann og sett í eldfast mót. Kanil, salthnetum og súkkulaði sáldrað yfir. Sykri, hveiti og smjöri blandað saman og dreift yfir epla blönduna. Inn í ofn við 180°C í 30 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir