Frostrósir með auka tónleika
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
04.11.2009
kl. 10.35
Eins og fram hefur komið hér á Feyki seldust miðar á tónleika Frostrósa í Miðgarði mánudaginn 7. desember upp fyrir hádegi í gær. Það hefur því verið ákveðið að halda aukatónleika þriðjudaginn 8. desember og hefjast þeir tónleikar klukkan 21:00. Miðasala á þá tónleika fór af stað inni á midi.is og í Íslandspósti á Sauðárkróki núna klukkan tíu.
Feykir ákvað að taka smá forskot á jólasæluna og bjóða ykkur upp á tóndæmi frá Frostrósunum. Hlusta má á það hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.