Frjálsíþróttaskóli UMFÍ í sumar

Fræknar stúlkur í frjálsum

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var starfræktur í fyrsta sinn í fyrra, þá á þremur stöðum, Sauðárkróki, Egilstöðum og Borgarnesi.  Vel þótti takast til og því er nú stefnt að því að skólinn verði starfræktur á fleiri stöðum.

 

 

Auk þeirra þriggja áðurnefnda staða hafa bæst við Laugar í Reykjadal, Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal, Þorlákshöfn, Kópavogur, og Ísafjörður.

 

Frjálsíþróttaskólinn er spennandi verkefni fyrir ungmenni sem vilja efla sig í frjálsíþróttum, eða reyna sig í fyrsta sinn og hann er kjörinn vettvangur þeirra sem stefna á þátttöku á ULM2009.

 

Á Sauðárkróki verður skólinn 20.-24. júlí.

 

Skráning hjá UMSS er á netfanginu umss@simnet.is

 

 

Þátttökugjald er kr. 20.000, allt innifalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir