Frjálsíþróttaskóli í júlí

 Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður r haldinn í þriðja sinn á Sauðárkróki dagana 19. – 23. Júlí.  Skólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára. Aðalþjálfari skólans verður Árni Geir Sigurbjörnsson en Gunnar Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari mun einnig aðstoða.

Í Frjálsíþróttaskólanum komast iðkendur í frábæran félagsskap, holla hreyfingu, skemmtun og útiveru  Þá er skólinn gott tækifæri að bæta sig í frjálsum íþróttum rétt fyrir Unglingalandsmótið. Frjálsíþróttaskólinn á Sauðárkróki verður frá kl 13.00 mánudaginn 19. júlí til kl 13.00 föstudaginn 23 júlí. Í tilkynningu frá UMSS eru notendur hvattir til þess að nýta frábær íþróttamannvirki á Sauðárkróki. Þátttökugjald er 15.000 og er innifalið kennsla, fæði og húsnæði. Skráning á http://umfi.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir