Fríir prufutímar í söng.
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar, Listir og menning
08.01.2009
kl. 13.50
Nú er Tónlistarskóli Skagafjarðar komin á fullt skrið á ný. Skólinn býður uppá fría prufutíma í söng þessa og næstu viku. Örfá pláss eru laus í söngdeild skólans svo nú er bara að grípa tækifærið.
Spennandi verkefni eru framundan. Söngdeildin er fyrir fólk á öllum aldri, hvort sem fólk ætlar að bæta sig í kórsöng, læra einsöng, auka öryggi í framkomu eða eitthvað enn annað og allt á forsendum hvers og eins. Kennari söngdeildarinnar er Kristján F. Valgarðsson sem er nú að kenna sitt tíunda starfsár. Áhugasamir hafi samband við Tónlistarskólann í s: 453 5790 eða við Kristján beint í s: 862 6711.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.