Friðrik Þór situr fyrir svörum í kvöld

Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson verður heiðursgestur á "Friðriksvöku", sem fram fer í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í kvöld.

Skagafjörður hefur verið áberandi í myndum Friðriks Þórs og má nefna sem dæmi myndirnar Fálka, Börn náttúrunnar, Bíódaga og nú síðast Mömmu Gógó. Á Friðriksvöku fer rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson yfir feril Friðriks Þórs sem kvikmyndagerðarmanns, sýnd verða brot úr myndum hans og gefst gestum meðal annars færi á að leggja spurningar fyrir Friðrik Þór.

Aðgangur er ókeypis og eru Skagfirðingar og nærsveitungar hvattir til að mæta og heiðra með því leikstjórann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir