Friðarhlauparar til Sauðárkróks í dag
Búist er við hlaupurunum sem þreyta Friðarhlaupið 2009 til Sauðárkróks um kl. 15.30 í dag og er hlaupið í gegnum Varmahlíð. Börn af Sauðárkróki hlaupa með þeim síðasta spölinn í bæinn en síðan verður tekið formlega á móti þeim á Sauðárkróksvelli þar sem sveitarstjóri og frístundastjóri taka við friðarkyndlinum. Friðarhlaupið, World Harmony Run, er alþjóðlegt kyndilboðhlaup.
Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning. Friðarhlaupið hóf göngu sína árið 1987 og hefur nú verið hlaupið í rúmlega 100 löndum síðustu 22 árin. Ísland hefur tekið þátt í hlaupinu frá upphafi.
Í ár er hlaupið hringinn í kringum Ísland frá 1. -16. júlí en 30 hlauparar frá 15 þjóðlöndum hlaupa með Friðarkyndilinn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.