Fréttir frá Hestamannafélaginu Neista
Barna og unglingastarf hestamannafélagsins Neista er að fara af stað með vetrarstarfið
Og byrjar það með opnum kynningarfundi þriðjudaginn 20.jan kl:20:00 í Reiðhöllinni Arnargerði .
Þetta er fyrir alla krakka og unglinga í A-hún. sem áhuga hafa á hestum og hestamennsku svo nú er um að gera að teyma foreldrana með og skrá sig á námskeið bæði fyrir byrjendur, lengra komna og í knapamerki 1 , 2 og 3 en knapamerkin eru fyrir börn 12 ára og eldri ( börn fædd ´97 og fyrr ).
sem einnig er hægt að gera á netfangið : neisti.net@simnet.is fyrir 17. Jan n.k.
en þá þarf að koma fram:
nafn / kennitala / símanúmer / netfang og hvort viðkomandi er
byrjandi/ lítið vanur / vanur / knapamerki 1,2,3.
Framundan er skemmtilegur tími , Stórsýning ,Æskan og hesturinn og ýmis mót .
Vonumst til að sjá sem flesta
Æskulýðsnefnd Neista
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.