Framkvæmdir við nýja frystigeymslu á Eyrinni hafnar
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
06.02.2025
kl. 11.00
Hér má sjá teikningu af frystigeymslunni nýju, nánar tiltekið hvítu húsin. MYND: Stoð verkfræðistofa ehf
FISK Seafood og Kaupfélag Skagfirðinga hafa ráðist í framkvæmdir á Eyrinni á Króknum en þar stendur til að reisa nýja frystigeymslu sem nýtist þá bæði FISK Seafood og Kjötafurðastöð KS. Að sögn Jóns Kristins Guðmundssonar, verkefna- og þróunarstjóra hjá FISK Seafood, þá var hafist handa þann 15. nóvember sl. að taka frost og aftengja gamlar frystigeymslur sem fyrir voru á svæðinu þar sem ný geymsla mun rísa. „Strax í kjölfarið var farið að rífa þær byggingar og lauk því verki í byrjun janúar. Þessar byggingar voru reistar árið 1949 samkvæmt fasteignaskrá,“ segir Jón Kristinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.