Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Húnaþingi vestra
Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Húnaþingi vestra fyrir komandi sveitastjórnarkosningar þann 29. maí næstkomandi liggur nú fyrir. Elín Jóna Rósinberg skipar fyrsta sæti listans, Ásta Jóhannsdóttir er í öðru sæti og Pétur Arnarsson er í því þriðja.
Framboðslistinn í heild sinni er þessi:
1. Elín Jóna Rósinberg, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri.
2. Ásta Jóhannsdóttir, BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, nemi í mannfræði.
3. Pétur Arnarsson, slökkviliðsstjóri og hafnarvörður.
4. Kristín Ólöf Þórarinsdóttir, kennari.
5. Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri.
6. Pálína Fanney Skúladóttir, kennari og organisti.
7. Guðrún Helga Marteinsdóttir, sjúkraliði.
8. Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari.
9. Agnar Jónsson, bifvélavirki.
10. Tryggvi ólafsson, rafvirki.
11. Arnar Hlynur Ómarsson, aðstoðarforstöðumaður.
12. Lára Helga Jónsdóttir, kennari.
13. Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofumaður og hönnuður.
14. Guðmundur Haukur Sigurðsson, svæðisfulltrúi.
Kosningarstjórar Samfylkingar og óháðra eru Guðrún Helga Marteinsdóttir og Sigurður Þór Ágústsson. Kosningaskrifstofa er í félagsheimilinu á Hvammstanga, neðri hæð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.