Frábært Pubstarkvöld á Blönduósi

Sigúrvegarar kvöldsins, Signý og Solla

Á laugardagskvöldinu síðasta var haldin heilmikil skemmtun í Félagsheimilinu á Blönduósi sem kallast Pubstar. Þar gátu fyrirtæki skráð sig til keppni en hún felst í því að einn eða fleiri stíga á svið og syngja af lífsins sálar kröftum.

Björn Sindri og Sigurður Smári sem lenti í öðru sætinu

Ellefu fyrirtæki skráðu sig til leiks og rúmlega hundrað manns komu og fylgdust með æsispennandi keppni.

Fyrirfram var gefinn út lagalisti þar sem hægt var að velja sér lag og þ.a.l. æfa sig örlítið og fyrir þá sem vildu og einnig hanna búninga en þeir hafa mikið gildi í keppnum eins og þessum. Eftir vel heppnuð söngatriði tók dómnefndin til starfa og völdu sigurvegara.

Hilmar náði að syngja sig í þriðja sætið

Í þriðja sæti var Hilmar fyrir Íslandspóst

Í öðru sæti voru Sigurður Smári og Björn Sindri fyrir Stíganda

Í fyrsta sæti voru Solla og Signý fyrir Sjúkrahúsið

Dómnefndin að störfum

Eftir stórskemmtilega Pubstar keppni var slegið upp balli með hinum frábæru Haldapokum og gleðin hélt áfram fram eftir nóttu.

Keppendur leikskólans Barnabæjar

 

Skipuleggjendur kvöldsins fengu líka að stíga á svið

 

Myndir: Alla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir