Frábær veiði í Blöndu

Huni,is segir frá því að frábær veiði hefur verið í Blöndu síðustu daga og vikur og er áin í öðru sæti á lista angling.is yfir aflahæstu ár landsins. Stóð heildarveiði árinnar í 1.767 löxum fyrir helgi.
Miklar líkur eru á því að Blanda fari vel yfir 2.000 laxa þetta árið og jafnvel mun meira ef mið er tekið af stöðunni á Blöndulóni. Síðasta holl á svæði I í Blöndu landaði 77 löxum á þremur dögum. Nokkuð var af vænum fiski meðal aflans og sá stærsti 17 pund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir