Frábær árangur UMSS á Silfurleikum ÍR
Silfurleikar ÍR, frjálsíþróttamót fyrir 16 ára og yngri, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík laugardaginn 21. nóvember. Mótið var eitt af fjölmennustu frjálsíþróttamótum ársins, keppendur nálægt 600 talsins og skiptu mörgum tugum í einstökum greinum Skagfirsku keppendurnir, sem voru 11, stóðu sig frábærlega vel á mótinu, þau unnu 4 gull, 6 silfur og 3 brons, og margir bættu sinn árangur verulega.
Verðlaunahafar UMSS: Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (13): Sigraði í 2 greinum, 60m hlaupi (8,56sek) og í 200m hlaupi (28,39sek), þá varð hún í 2. sæti í 800m hlaupi. Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (11): Sigraði í hástökki (1,40m) og varð í 2. sæti í 60m og kúluvarpi. Jóhann Björn Sigurbjörnsson (14): Sigraði í 60m hlaupi (7,82sek). Fríða Ísabel Friðriksdóttir (11): 2. sæti í 800m og 3. sæti í 60m hlaupi. Laufey Rún Harðardóttir (15-16): 2. sæti í kúluvarpi. Ísak Óli Traustason (14): 2. sæti í 60m grindahlaupi, 3. sæti í hástökki og þrístökki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.