Frábær árangur GSS golfara á Greifamótinu
Greifamótið, síðasta golfmótið í mótaröð barna og unglinga á Norðurlandi var haldið sunnudaginn 30. ágúst á Akureyri. Metþátttaka var eða í kringum 120 þátttakendur.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og var Jaðarsvöllur á Akureyri mjög glæsilegur í alla staði. Golfklúbbur Sauðárkróks sendi 18 keppendur til leiks og stóðu þau sig öll með sóma eins og við var að búast. Hægt er að sjá heildarniðurstöðu mótsins á www.golf.is en þau sem að unnu til verðlauna af okkar fólki voru:
Í byrjendaflokki sigraði Hlynur Freyr Einarsson, í flokki 11 ára og yngri stráka sigraði Elvar Ingi Hjartarson og Arnar Ólafsson varð í 3. sæti, eftir að hafa farið í bráðabana um 2. sætið. Í flokki 11 ára og yngri stelpna varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti eftir að hafa tapað í bráðabana um 1. sætið.
Í flokki 14-16 ára stelpna sigraði Helga Pétursdóttir og í flokki 14-16 ára stráka varð Ingvi Þór Óskarsson í 2. sæti og Arnar Geir Hjartarson varð í 3.sæti.
Að loknu mótinu var púttkeppni í öllum flokkum og þar sigrðu Helga Pétursdóttir og Arnar Geir Hjartarson í sínum aldursflokkum.
Fjölmargir foreldrar mættu á þetta mót eins og önnur mót í sumar og er mjög ánægjulegt hvað foreldrar eru duglegir að taka þátt í starfinu og styðja sín börn.
Fjölmargar myndir af keppendum er hægt að finna á heimasíðu unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks gss.blog.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.