Frábær árangur á Stórmóti ÍR
Stórmót ÍR í frjálsíþróttum var haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 23.-24. janúar. Metþátttaka var á mótinu, keppendur voru um 750 og keppt í öllum aldursflokkum. UMSS sendi stóra og vaska sveit til leiks, alls 41 þátttakanda. Skagfirðingarnir stóðu sig frábærlega vel, margir bættu árangur sinn, og alls vann liðið til 26 verðlauna, 9 gull, 6 silfur og 11 brons.
Þau sem unnu til verðlauna voru:
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (14) sigraði í 60m grindahlaupi og hástökki, og varð í 3. sæti í 200m og langstökki.
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (12) sigraði í hástökki og langstökki, og varð í 2. sæti í 60m.
Sæþór Hinriksson (9-10) sigraði í 60m og langstökki, og varð í 3. sæti í kúluvarpi.
Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (14) sigraði í 60m og 200m.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir (12) sigraði í 800m, og varð í 3. sæti í 60m.
Jóndís Inga Hinriksdóttir (13) varð í 2. sæti í langstökki, og 3. sæti í 60m grindahlaupi.
Guðrún Ósk Gestsdóttir (15-16) varð í 2. sæti í 400m, og 3. sæti í 60m grindahlaupi.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson (15-16) varð í 2. sæti í 60m, og 3. sæti í þrístökki.
Ísak Óli Traustason (15-16) varð í 2. sæti í þrístökki.
Árni Rúnar Hrólfsson (karlafl.) varð í 2. sæti í 800m.
Silvía Sif Halldósdóttir (11) varð í 3. sæti í 800m.
Valdís Valbjörnsdóttir (11) varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi.
Halldór Örn Kristjánsson (karlafl.) varð í 3. sæti í 60m grind.
Herdís Guðlaug Steinsdóttir (kvennafl.) varð í 3. sæti í 800m.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.