Frá sýslumanninum á Blönduósi
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara laugardaginn 6. mars 2010 um framtíðargildi laga nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til aðstanda straum af greiðslum til innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands, er hafin hjá sýslumanninum á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 – 15:00 eða samkvæmt sérstöku samkomulagi.
Eftirtaldir hafa verið skipaðir til að gegna starfi hreppsstjóra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu:
Húnaþing vestra:
Helena Halldórsdóttir, Grundartúni 14, Hvammstanga, skv. samkomulagi / s-893-9328
Sveitarfélaginu Skagaströnd:
Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, skv. samkomulagi / s-864-7444.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 16:00, fjórum dögum fyrir kjördag.
Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannaembættum landsins.
Blönduósi, 15. febrúar 2010
Bjarni Stefánsson sýslumaður á Blönduósi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.