Frá nefnd of glamúr og glimmer
feykir.is
Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
06.08.2009
kl. 11.15
Hin víðfræga og árlega Kvennareið hestakvenna í Húnaþingi vestra verður að þessu sinni farin laugardaginn 15. ágúst.
Mæting er á Hnjúki í Vatnsdal kl. 14:00 og riðið verður yfir móa og mýrar, holt og hæðir, yfir í Miðhóp í Víðidal. Þar mun bíða okkar dýrindis matur og með því.
Verð á mann er 3.000 krónur og greiðist við mætingu (enginn posi á staðnum).
Skráning er hjá Stínu í síma 868 6418, Siggu í síma 847 2684 eða Ingu í síma 451 2564 fyrir sunnudagskvöldið 9. ágúst.
Happdrætti, leikir, gleði og gaman.
Nefnd of glamúr and glimmer
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.