Frá Heimilisiðnaðarsafninu

Íslenski Safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 12. júlí n.k.

Að venju verður margt um að vera í Heimilisiðnaðarsafninu – tekið verður ofan af, kembt og spunnið, prjónað, heklað og gimbað, saumað út og kniplað, ofið í vefstól og sitthvað fleira.

 

Minnt er sérstaklega á stórglæsilega sýningu listakvennanna Helgu Pálínar Brynjólfsdóttur, Kristveigar Halldórsdóttur og Rósu Helgadóttur sem vakið hefur mikla athygli – einnig Vefnaðarbók Halldóru sem Heimilisiðnaðarsafnið hefur nú endurútgefið og verður á tilboðsverði á Safnadaginn.

Alexandra Chernyshova kynnir og áritar í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi kl. 15:30 fyrsta geisladiskinn sinn „Alexandra Soprano“ sem hún gaf út árið 2006.

Alexandra verður einnig með aðra diska sem hún hefur gefið út, þ.e. með Óperu Skagafjarðar – La Traviata og Rigoletto auk hennar nýjast disks sem kom út í vor, lög eftir S. Rachmaninov

 

Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla daga frá kl. 10.00 – 17.00

Heimsókn þín er styrkur til safnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir