Fótbrotnaði á leið til rjúpna

Maður fótbrotnaði á leið til rjúpna í Skagafirði síðastliðinn föstudagsmorgun. Maðurinn var, ásamt félögum sínum, kominn skammt á veg upp Sæmundarhlíð er hann rann til á svelli með fyrrgreindum afleiðingum.

Félagar mannsins útbjuggu spelku við brotið og óku honum til móts við sjúkrabíl sem flutti manninn á Sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir