Forskot á áramótin
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
10.11.2009
kl. 08.22
Íbúar á Hvammstanga og nágrenni mega búast við sprengingum og flugeldaskotum frá norðurgarði Hvammstangahafnar um átta annað kvöld.
Tilefnið er að nú um áramótin verða all nokkrar breytingar á vöruúrvali flugeldamarkaða björgunarsveitanna. Þess vegna ætlar starfsmaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að kynna björgunarsveitunum á svæðinu þessa nýungar. Skotið verður upp nokkrum kappatertum,kotkökum og flugeldum. Ekki er um eiginlega flugeldasýningu að ræða heldur verður hverjum flugeldi skotið upp og hann sýndur. Er það von björgunarsveitarmanna að þessi óvænta "sýning" trufli engan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.