Forsetahjónin koma á Unglingalandsmót UMFÍ
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.07.2009
kl. 14.36
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, munu sækja Sauðárkrók heim um komandi verslunarmannahelgi og verða þau m.a. viðstödd setningarathöfn mótsins föstudagskvöldið 31. júlí.
Þess má geta að Ólafur Ragnar var við setningarathöfn Landsmótsins á Akureyri á dögunum en þau hjónin hafa sýnt í verki hve velviljuð þau eru íþróttahreyfingunni.
Á heimasíðu UMSS segir að það sé mikill heiður að forsetahjónin skuli koma í Skagafjörðinn en þau heimsóttu Skagfirðinga vorið 2008. Sú ferð var einkar vel heppnuð og fóru forsetahjónin víða um og voru m.a. viðstödd þegar skóflustunga var tekin að sundlauginni í Hofsósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.