Fornverkaskólinn með glugganámskeið

Fornverkaskólinn heldur  námskeið í gluggasmíði í Verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurland s vestra dagana 5. -7. Mars 2010. Á námskeiðinu verður kennd smíði glugga með áherslu á trésamsetningar, vélavinnu og handverk.

Nemendur læra um viðartegundir og önnur smíðaefni sem notuð eru í glugga og útihurðir, áhöld og tæki, samsetningar og yfirborðsmeðferð. Lögð er áhersla á að nemendur geti gengið úr skugga um gæði þeirra smíðaefna sem unnið er með og að endanlegur smíðishlutur uppfylli kröfur um málsetningar og útlit m.m.. Kennsla er að mestu verkleg þar sem nemendur smíða hluti eftir teikningum, verklýsingum og viðgerðir á gömlum gluggum. 

Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Atla Má Óskarssyni á atli@fnv.is eða í síma 860 2083. Sjá nánar undir Fornverkaskóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir